Enski boltinn

Tveggja leikja bann Wilshere stendur

Jack Wilshere.
Jack Wilshere.
Hversu dýrt er að sýna stuðningsmönnum andstæðinganna "puttann"? Tveggja leikja bann er svarið við þeirri spurningu eins og Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, hefur nú komist að.

Hann átti eitthvað vantalað við stuðningsmenn Man. City á dögunum og sýndi þeim því miðputtann góða. Dómarinn missti af atvikinu en það náðist á myndband.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins dæmdi Wilshere í tveggja leikja bann fyrir hegðunina. Hann var ekki par sáttur við það og áfrýjaði því refsingunni.

Það hafði ekkert upp á sig og tveggja leikja bannið stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×