Enski boltinn

Ferguson stóð sig vel í "Viltu vinna milljón"

Spurningin sem felldi Ferguson og Holmes.
Spurningin sem felldi Ferguson og Holmes.
Síðasti þáttur af "Viltu vinna milljón" í Bretlandi var sýndur í vikunni. Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Man. Utd, tók þátt og það í annað sinn.

Ferguson keppti með Eamonn Holmes en hann er grjótharður stuðningsmaður Man. Utd. Því miður veit hann minna um múrsteina en það var spurning um múrsteina sem felldi þá félaga.

Engu að síður söfnuðu þeir 9,5 milljónum fyrir gott málefni. Þeir spiluðu einnig saman árið 2004 og þá fengu þeir aðeins 6,5 milljónir.

Þeir svöruðu níu spurningum rétt en klikkuðu á tíundu spurningu og töpuðu þá umtalsverðum peningum.

"Ég var enn sár yfir að hafa ekki gengið betur í þættinum árið 2004. Ég hef mjög gaman af öllum spurningakeppnum og við erum alltaf með fjölskyldukeppni um jólin," sagði Ferguson sem nýtur lífsins utan vallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×