Enski boltinn

Sjónvarpið bíður eftir Rio er hann hættir

Það bendir ansi margt til þess að varnarmaður Man. Utd, Rio Ferdinand, muni fleygja skónum upp í hillu í lok tímabilsins.

Samningur hans við félagið rennur þá út en möguleiki er þó á framlengingu. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Rio og hraðinn er þess utan langt frá því að vera sá sami og áður.

Það sem einnig bendir til þess að hann hætti í boltanum er sú staðreynd að BT Sport bíður eftir honum með sæti aðalsérfræðings í enska boltanum á stöðinni.

Rio hefur alla tíð sýnt mikinn áhuga á því að vinna í sjónvarpi eftir að ferlinum lýkur og hefur reglulega tekið að sér verkefni fyrir sjónvarp. Hann er þegar í lítilli vinnu hjá BT Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×