Enski boltinn

Luis Suarez: Ætla að vinna titla með Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Mynd/NordicPhotos/Getty
Luis Suarez, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, verður áfram í herbúðum Liverpool því hann skrifaði í dag undir nýjan langtímasamning við félagið.

„Ég er ánægður með nýja samninginn minn við Liverpool og það er gott að framtíð mín sé tryggð í langan tíma," sagði Luis Suarez í viðtali á heimasíðu Liverpool.

„Við höfum marga frábæra leikmenn og liðið er vaxa og bæta sig. Ég trúi því að ég geti uppfyllt drauma mína og metnað um að vinna titla og spila á hæsta stigi með Liverpool. Nú er fyrst á dagskrá að koma liðinu þangað sem fyrst," segir Suarez.

„Það er enginn vafi á því að stuðningurinn frá stuðningsmönnum Liverpool hefur haft mikil áhrif á ákvörðun mína. Ég er svo stoltur af því að spila fyrir þá og gera mitt besta í hvert skiptið sem ég klæðist treyjunni," sagði Suarez.

„Okkar samband er sérstakt. Þeir elska mig og ég elska þá til baka. Ég vil alltaf gera mitt besta fyrir þá og vonandi getum við upplifað sigurstundir saman," sagði Suarez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×