Enski boltinn

Nýi Samningur Suarez - 38,2 milljónir á viku til 2018

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Mynd/AP
Það er óhætt að segja að bæði stuðningsmenn Liverpool og Úrúgvæmaðurinn sjálfur hafi fengið jólagjöf þegar Luis Suarez, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, skrifaði í dag undir nýjan langtímasamning við félagið.

BBC hefur heimildir fyrir því að þetta sé fjögurra og hálfs árs samningur. Luis Suarez fær 200 þúsund pund á viku síðustu fjögur ár samningsins eða um 38,2 milljónir íslenskra króna.

Fram á vor heldur hann þó "bara" sínum gömlu launum sem eru 160 þúsund á viku eða 30,6 milljónir íslenskra króna.

Þetta er þriðji samningur Luis Suarez við Liverpool. Hann skrifaði fyrst undir fimm og hálfs árs samning í janúarlok 2011 og 7. ágúst 2012 skrifaði hann undir annan langtímasamning.

Luis Suarez hefur skorað 68 mörk og lagt upp önnur 37 í 108 leikjum sínum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Á þessu tímabili er hefur hinsvegar skorað 17 mörk og komið alls að 25 mörkum í 11 leikjum sínum sem er mögnuð tölfræði.

Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×