Enski boltinn

Sherwood ráðinn knattspyrnustjóri Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tottenham hefur staðfest að Tim Sherwood hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Tottenham til næstu átján mánaða.

Sherwood tók við stöðunni eftir að Andre Villas-Boas var sagt upp störfum í síðustu viku en undir hans stjórn vann liðið 3-2 sigur á Southampton um helgina. Þar á undan tapaði liðið fyrir West Ham í deildabikarnum.

Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, var orðaður við starfið en Sherwood sjálfur sagði eftir leikinn um helgina að hann vildi fá starfið. Í kvöld var svo staðfest að honum yrði að ósk sinni.

„Við erum í þeirri góðu stöðu að vera með jafn hæfileikan þjálfara og Tim Sherwood innan okkar raða," sagði Levy í tilkynningu Tottenham í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Tottenham og spilaði báða áðurnefnda leiki undir stjórn Sherwood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×