Enski boltinn

Ekki slæmt að ná í stig hér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði að það hefði verið jákvætt að ná í stig gegn Arsenal á sterkum útivelli í kvöld.

„Við vildum auðvitað vinna leikinn,“ sagði Terry við fjölmiðla eftir leikinn. „En við þurftum að vera þéttir fyrir í vörninni í lokin og við náðum að halda jafnteflinu. Það er þó ekki slæmt að ná í stig á þessum velli.“

Terry segist ánægður með stöðu Chelsea en liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig, tveimur á eftir toppliðum Liverpool og Arsenal.

„Það er allt galopið í þessari baráttu sem er örugglega mjög skemmtilegt fyrir hlutlausa áhorfendur. Önnur lið hafa stungið af á síðustu árum en það er ekki að gerast núna.“

„Öll þessi lið við toppinn eiga möguleika á titlinum og við erum ánægðir með að vera í pakkanum um hátíðirnar. Vonandi fáum við svo góða byrjun á árinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×