Enski boltinn

Sigurmarkið datt ekki inn hjá Gylfa og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Gettyimages
Tottenham tapaði stigum á heimavelli á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli. Tottenham-menn reyndu hvað það gat að ná inn sigurmarkinu í lokin.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn með Tottenham en Tim Sherwood, nýr stjóri Tottenham, hefur mikla trú á íslenska landliðsmanninum sem hefur spila alla leikina síðan að hann tók við.  

Tottenham var hættulegra liðið í seinni hálfleik eftir jafnan fyrir hálfleik. Tottenham komst yfir í leiknum en náði ekki að skora sigurmarkið þrátt fyrir pressu í seinni hálfleik.

Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Daninn Christian Eriksen skoraði með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu í slá og inn á 36. mínútu en Jonas Olsson jafnaði fyrir WBA aðeins tveimur mínútum síðar eftir sofandahátt hjá varnarmönnum Tottenham-liðsins.

Þetta eru vonbrigðarúrslit fyrir Tottenham en liðið er nú í 8. sætinu átta stigum á eftir toppliði Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×