Enski boltinn

Darren Fletcher í byrjunarliði Manchester United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
David Moyes og Darren Fletcher
David Moyes og Darren Fletcher Mynd/Gettyimages
Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United og skoska landsliðsins er í byrjunarliði Manchester United í leik gegn Hull sem hófst núna klukkan 12:45. Fletcher sem hefur glímt við sáraristilsbólgu frá árinu 2011 hefur barist fyrir því að snúa aftur á fótboltavöllinn.

David Moyes hefur smátt og smátt verið að gefa Fletcher mínútur í liði United en  rúmlega ár er síðan Fletcher var síðast í byrjunarliði Manchester United í 4-3 sigri liðsins á Reading í desember í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×