Enski boltinn

Þrumuskot Scott Parker tryggði Fulham dýrmætan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Parker fagnar sigurmarki sínu.
Scott Parker fagnar sigurmarki sínu. Mynd/NprdicPhotos/Getty
Scott Parker var hetja Fulham í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 útisigri á móti Norwich. Þetta var var aðeins annar deildarsigur liðsins í síðustu tíu leikjum.

Scott Parker skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok með glæsilegu þrumuskoti af 23 metra færi.  Scott Parker er ekki vanur því að skora mörg mörk en þau er jafnan glæsileg þegar þau detta inn.

Gary Hooper kom Norwich í 1-0 á þrettándu mínútu en Pajtim Kasami jafnaði með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 33. mínútu.

Fulham komst ekki upp úr fallsæti því Crystal Palace vann 1-0 sigur á Aston Villa á sama tíma en liðinu eru bæði með 16 stig. West Bromwich Albion og Cardiff eru síðan aðeins með einu stigi meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×