Enski boltinn

Rodgers óánægður með dómaraval knattspyrnusambandsins

Brendan Rodgers ræðir við Manuel Pellegrini fyrir leik liðanna
Brendan Rodgers ræðir við Manuel Pellegrini fyrir leik liðanna Mynd/Gettyimages
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool var óánægður með dómara leiksins í viðtölum eftir leik liðsins gegn Manchester City. Línuvörður flaggaði mark af Liverpool sem var greinilega löglegt.

„Dómaratríóið var slakt í dag, við fengum ekkert frá þeim. Strákarnir héldu áfram að berjast og leikurinn var í járnum allt til loka. Ég er mjög stoltur af þeim, þeir spiluðu af ástríðu. Við skoruðum frábært mark og hefðum getað bætt við fleiri og því er mjög svekkjandi að tapa eftir frábæra frammistöðu,"

„Ég skil ekki hvernig dómari er settur á leik Manchester City og Liverpool sem er frá úthverfi Manchester. Ég býst ekki við að fá dómara úr úthverfi Liverpool þegar seinni leikur liðanna fer fram," sagði Rodgers greinilega ósáttur með enska knattspyrnusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×