Enski boltinn

Leikmenn Liverpool heimsækja veik börn | Myndir

Þessi stuðningsmaður Everton fékk sína árlegu heimsókn frá leikmönnum Liverpool.
Þessi stuðningsmaður Everton fékk sína árlegu heimsókn frá leikmönnum Liverpool.
Leikmenn Liverpool fóru í gær í sína árlegu heimsókn á Alder Hey-barnaspítalann. Sú heimsókn mælist ávallt vel fyrir.

Þeir komu með gjafir handa börnunum en Steven Gerrard var þó með stærsta pakkann en hann var í formi 96 milljón króna styrks.

Eins og sjá má á aðalmynd fréttarinnar heimsækja leikmenn Liverpool alla krakkana, líka harða stuðningsmenn erkifjendanna.

Krakkarnir voru að vonum hæstánægðir með heimsóknina eins og sjá má á myndunum hér að ofan.

Suarez var hress.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×