Enski boltinn

Moyes fór og njósnaði um Koke

Koke á ferðinni í gær.
Koke á ferðinni í gær. vísir/getty
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Man. Utd sé farið að undirbúa kaup í janúarglugganum. David Moyes, stjóri félagsins, var mættur á leik Atletico Madrid og Porto í gær til þess að skoða menn.

Talið er að hann hafi aðallega verið að skoða Koke, miðjumann Atletico. Hann hefur farið á kostum með Atletico í vetur.

Leikmaðurinn er samningsbundinn Atletico til ársins 2018 og United yrði að greiða að minnsta kosti 20 milljónir evra fyrir hann.

"Ég veit ekkert hvort Moyes var að skoða mig. Það truflar mig ekkert. Ég skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar," sagði Koke eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×