Enski boltinn

Markalaust og lítilfjörlegt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Hull og Stoke gerðu 0-0 jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Asmir Begovic, markvörður Stoke, átti stóran þátt í því.

Begovic varði vel frá þeim Ahmed Elmohamady og Yannick Sagbo í fyrri hálfleik en þá voru heimamenn í Hull betri.

Stoke spilaði betur í síðari hálfleik og skoraði Stephen Ireland mark var dæmt af vegna rangstöðu. Ryan Shawcross átti svo skalla í slána en þar við sat.

Hull er í tólfta sæti með nítján stig en Stoke því þrettánda með átján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×