Enski boltinn

Sjáðu mörkin sem Liverpool skoraði í dag | Öll mörk helgarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez og félagar hans í Liverpool héldu áfram að fara á kostum í ensku úrvalsdeildinni en í dag vann liðið afar sannfærandi 5-0 sigur á Tottenham.

Samantekt úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en Suarez skoraði tvö markanna í dag en hann átti þátt í öllum mörkunum fimm.

Fyrr í dag komst Manchester United á sigurbraut á ný með 3-0 sigri á Aston Villa. Danny Wellbeck minnti þar á sig með tveimur mörkum. Þá gerðu Norwich og Swansea 1-1 jafntefli.

Hér má svo sjá samantekt úr öllum leikjum gærdagsins en samantektir úr öllum leikjum helgarinnar má finna á sjónvarpsvef Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×