Enski boltinn

Suarez valinn leikmaður ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Suarez þakkar fyrir sig á Emirates í gærkvöldi.
Suarez þakkar fyrir sig á Emirates í gærkvöldi.
Rúmlega hálf milljón enskra knattspyrnuunnenda kusu Luis Suarez leikmann ársins á Englandi.

Luis Suarez mætti prúðbúinn á Emirates-leikvanginn ásamt eiginkonu sinni Sofiu í gærkvöldi þar sem hann veitti verðlaununum sem leikmaður ársins viðtöku.

Úrúgvæinn hafði betur í kjöri rúmlega hálfra milljóna stuðningsmanna á Englandi. Robin van Persie, Leighton Baines, Christian Benteke, Juan Mata og Pablo Zabaleta voru á meðal leikmanna sem fengu vænan skerf atkvæða. Enginn jafnstóran og Suarez.

Það var nokkuð kaldhæðnislegt að verðlaunaafhendingin skyldi fara fram á Emirates, heimavelli Arsenal. Lundúnaliðið bauð 40 milljónir punda og einu penní betur í framherjann í sumar til að virkja skilyrði í samningi kappans.

Samkvæmt frétt Telegraph mætti Suarez snemma á hófið í gær og fór seint. Hann gaf sig á tal við stuðningsmenn og flutti innilega þakkaræðu.

„Verðlaunin hafa mikla þýðingu fyrir mig því fólk tekur eftir því að ég legg hart að mér á vellinum,“ segir Suarez. Hann bætti við að allir væru meðvitaðir um vandamál hans og hve erfitt árið hefði verið að miklu leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×