Enski boltinn

Dzeko með tvö mörk þegar Man. City komst í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edin Dzeko fagnar í kvöld.
Edin Dzeko fagnar í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty
Bosníumaðurinn Edin Dzeko skoraði tvö mörk fyrir Manchester City í 3-1 sigri á b-deildarliði Leicester City í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld en City varð þar með fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Aleksandar Kolarov skoraði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu strax á 8. mínútu leiksins.

Edin Dzeko skoraði bæði mörkin sín eftir sendingar frá James Milner, það fyrra kom á 41. mínútu en það síðasta á 53. mínútu. Lloyd Dyer minnkaði muninn á 77. mínútu.

Edin Dzeko er búinn að skora í öllum þremur leikjum Manchester City í enska deildarbikarnum í vetur en hann skoraði eitt mark í sigrunum á Wigan og Newcastle.

Það varð að framlengja leik Sunderland og Chelsea eftir að Fabio Borini jafnaði metn undir lokin. Sjálfsmark Lee Cattermole í upphafi seinni hálfleiks kom Chelsea í 1-0.

Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum fara fram annað kvöld en þá mætast  Stoke City - Manchester United annarsvegar og Tottenham - West Ham United hinsvegar.





Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×