Enski boltinn

Owen býst alveg eins við því að Liverpool vinni titil í vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen fagnar marki með Liverpool.
Michael Owen fagnar marki með Liverpool. Mynd/NordicPhotos/Getty
Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, er á því að Liverpool muni berjast um enska meistaratitilinn á þessu tímabili en hann bloggar um þetta á Sportlobster-síðunni í dag.

Helstu rök Owen fyrir þessu eru heimildir hans fyrir því að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers fái að eyða pening í nýja leikmenn í janúarglugganum.

„Liverpool á það fyllilega skilið að vera með í meistaraumræðunni. Ég er að heyra það Rodgers fái pening í nýja leikmenn í glugganum. Ef honum tekt að ná í nokkra demanta til viðbótar þá ætla ég ekki að veðja á móti því að þeir lyfti bikurum í maímánuði," skrifar Michael Owen.

Liverpool er í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Arsenal. Aðeins Manchester City hefur skorað fleiri mörk og aðeins Everton, Southampton og Arsenal hafa fengið á sig færri mörk.

Liverpool keypti Luis Suárez, markahæsta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar í dag, í janúarglugganum en Suárez hefur skorað 17 mörk í 11 deildarleikjum á þessu tímabili.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×