Enski boltinn

Gylfi gat jafnað í lokin - West Ham sló út Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/NordicPhotos/Getty
West Ham tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins eftir 2-1 útisigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Tottenham en leikurinn fór fram á White Hart Lane.

Þetta var fyrsti leikur Tottenham síðan að André Villas-Boas var rekinn frá félaginu en Tim Sherwood stýrði liðinu í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham í kvöld og spilaði að þessu sinni inn á miðri miðjunni.

Emmanuel Adebayor kom Tottenham í 1-0 á 67. mínútu eftir undirbúning Jermain Defoe og það leit út fyrir að það yrði sigurmarkið.

West Ham skoraði hinsvegar tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Það fyrra skoraði Matt Jarvis á 80. mínútu og Modibo Maïga skoraði síðan sigurmarkið fimm mínútum síðar.

Gylfi fékk flott færi í uppbótartíma en Adrián varði frábærlega frá honum í marki West Ham.

„You're getting sacked in the morning," sungu stuðningsmenn West Ham til Tim Sherwood eftir að þeirra menn komust yfir í leiknum en það þýðir: „Þú verður rekinn á morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×