Enski boltinn

Manchester United síðasta liðið inn í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Young fagnar hér rmarki sínu í kvöld.
Ashley Young fagnar hér rmarki sínu í kvöld. Mynd/NordicPhotos7Getty
Ashley Young skoraði sitt fyrsta mark í átján mánuði og lagði síðan upp mark fyrir Patrice Evra þegar Manchester United vann 2-0 útisigur á Stoke City og tryggði sér með því sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Manchester United verður því pottinum ásamt Manchester City, Sunderland og West Ham en þau höfðu áður unnið sína leiki í átta liða úrslitunum.

Bæði mörk leiksins komu í seinni hálfleik en í þeim fyrri þurfti Mark Clattenburg að gera hlé á leiknum á meðan hagléls-skúr gekk yfir Britannia leikvanginn.

Ashley Young kom United yfir á 62. mínútu með flottu skoti eftir að hafa fengið boltann frá Javier Hernandez. Young var búinn að bíða lengi eftir þessu marki og fékk spjald fyrir fagnaðarlætin sín.

Patrice Evra skoraði seinna markið með laglegu hægri fótar skoti á 78. mínútu eftir sendingu frá Ashley Young.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×