Staðarblaðið The News í Portsmouth greinir frá því í dag að þeir Hermann Hreiðarsson og David James eru meðal þeirra sem hafa verið boðaðir í starfsviðtal hjá Portsmouth.
Alls bárust 40-50 umsóknir um starfið en þeir Hermann og James, sem störfuðu síðast saman hjá ÍBV í sumar, voru hvattir til þess að sækja um. Þeir léku saman með Portsmouth á sínum tíma sem kunnugt er.
Hermann stóð að góðgerðarleik fyrir Portsmouth í apríl síðastliðnum og mætti þá með sína menn í ÍBV í heimsókn til síns gamla félags.
Portsmouth nýtur liðsinnis fyrrum landsliðsþjálfara og núverandi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni til að aðstoða í ráðningaferlinu. Iain McInnes, stjórnarformaður Portsmouth, vildi þó ekki nafngreina þessa tvo.
Meðal þeirra sem voru boðaðir í viðtal eru Chris Wilder og Steve Claridge, Richie Barker og Steve Coppell.
Portsmouth, sem hefur átt í miklum fjárhagsörðugleikum síðastliðin ár, féll úr ensku C-deildinni síðastliðið vor. Liðið er nú í sautjánda sæti D-deildarinnar en forráðamenn félagsins ráku knattspyrnustjórann Guy Whittingham úr starfi þann 25. nóvember síðastliðinn.
Hemmi og James fá viðtal hjá Portsmouth
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið
Enski boltinn


Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld
Fótbolti

Chelsea búið að kaupa Garnacho
Enski boltinn

