Enski boltinn

Everton sótti stig á Emirates | Forysta Arsenal á toppnum fimm stig

Mynd/NordicPhotos/Getty
Arsenal og Everton gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú sídegis í leik sem fór rólega af stað en lauk með látum.

Everton mætti fullt sjálfstrausts inn í leikinn og var mun sterkara framan af leik. Arsenal komst betur inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik en liðin fengu fá færi og var markalaust í hálfleik.

Arsenal var mun meira með boltann í seinni hálfleik og skilaði aukinn sóknarþungi sér í því að Mesut Özil kom Arsenal yfir á 80. mínútu.

Forysta Arsenal dugði aðeins í fjórar mínútur því á 84. mínútu jafnaði Gerard Deulofeu metin og tryggði Everton stig á Emirates leikvanginum.

Bæði lið freistuðu þess að skora sigurmark og þrátt fyrir fín færi, og þá ekki síst glæsilegt skot Oliver Giroud í samskeytin á síðustu mínútu leiksins, náðu liðin ekki að bæta við mörkum

Arsenal er með fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 35 stig eftir 15 umferðir. Everton er með 28 stig í 5. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×