Fótbolti

Aroni líst vel á að mæta Ronaldo og Þýskalandi

Aron í leik með bandaríska landsliðinu.
Aron í leik með bandaríska landsliðinu. vísir/afp
Aron Jóhannsson verður að öllum líkindum fyrsti Íslendingurinn til þess að spila á HM næsta sumar. Aron og Bandaríkjamenn lentu í mjög skemmtilegum riðli í dag þegar dregið var í Brasilíu.

"Kynþokkafullur riðill," skrifaði Aron á Twitter-síðu sína skömmu eftir dráttinn.

Ef Aron meiðist ekki eru yfirgnæfandi líkur á því að hann spili á HM enda í miklum metum hjá landsliðsþjálfaranum, Jürgen Klinsmann.

Bandaríkin eru í riðli með Þýskalandi, Gana og Portúgal. Hann mun því meðal annars mæta mönnum eins og Cristiano Ronaldo, Mesut Özil og fleiri góðum.

Tístið hans Arons.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×