Enski boltinn

Öll stóru liðin nema eitt að spila í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fimmtánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fer af stað í dag með sjö leikjum en hún klárast síðan með tveimur leikjum á morgun og einum á mánudagskvöldið.

Á sjónvarpsvef Vísis má finna létta upphitun fyrir leiki dagsins en hann hefst á flottum leik á Old Trafford þar sem að heimamenn í Manchester United eiga á hættu að tapa öðrum heimaleiknum á fjórum dögum.

Öll stóru liðin nema eitt eru að spila í dag. Mancester United byrjar daginn, Tottenham á kvöldleikinn en klukkan þrjú verða Liverpool, Manchester City og Chelsea síðan öll í eldlínunni. Topplið Arsenal spilar síðan á morgun.

Það er hægt að sjá þetta myndband með því að smella hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má sjá leiki dagsins og á hvaða sjónvarpsrásum þeir verða sýndir.





Mynd/NordicPhotos/Getty
Leikir í ensku úrvalsdeildinni 7. desember 2013:

Klukkan 12.45

Manchester United - Newcastle        Stöð 2 Sport 2

Klukkan 15.00

Liverpool - West Ham        Stöð 2 Sport 2

Crystal Palace - Cardiff        Stöð 2 Sport 3

Southampton - Manchester City        Stöð 2 Sport 4

Stoke - Chelsea        Stöð 2 Sport 5

West Bromwich - Norwich        Stöð 2 Sport 6

Klukkan 17.30

Sunderland - Tottenham        Stöð 2 Sport 2

Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×