Enski boltinn

Chelsea ætlar ekki að versla í janúar

Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Það hefur ekki gengið nógu vel hjá Chelsea í vetur og þá hefur liðinu gengið sérstaklega illa að skora mörk. Þrátt fyrir það ætlar liðið ekki að versla í janúar.

Það verður ekki beint sagt að þeir Samuel Eto'o, Fernando Torres og Demba Ba hafi verið sjóðheitir í vetur. Þeir hafa samanlagt aðeins skorað fjögur mörk.

"Ef framherjar okkar væru að skora jafn mikið og framherjar hinna toppliðanna þá værum við á toppnum. Það er staðreynd. Strákarnir mínir eru engu að síður að leggja mjög hart að sér," sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea.

"Það er ekki hægt að gera neitt annað. Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur. Ég er ekki að biðja um neina leikmenn. Nú verðum við bara að bæta okkur. Þetta er minn hópur í blíðu og stríðu. Þetta er ekki fullkominn hópur en þetta er minn hópur og við munum vinna saman fram á síðasta dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×