Cole og Cole skoruðu | Öruggt hjá Everton Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2013 11:44 Nordicphotos/Getty Norwich, West Ham og Everton unnu mikilvæga sigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markalaust var í viðureign Aston Villa og Sunderland.Everton 4-0 Stoke Spánverjinn Gerard Deulofeu, lánsmaður frá Barcelona, kom Everton á bragðið undir lok fyrri hálfleiks gegn Stoke. Deulofeu ku vera næstyngsti Spánverjinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni en kappinn er á nítjánda aldursári. Cesc Fabregas var 17 ára þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal. Mark Seamus Colemann í upphafi síðari hálfleiks setti heimamenn í þægilega stöðu. Bryan Oviedo, fyrrum samherji Ragnars Sigurðssonar hjá FC Kaupmannahöfn, nýtti tækifærið í liði Everton í fjarveru Leighton Baines. Bakvörðurinn frá Kostaríka skoraði þriðja markið og Belginn Romelu Lukaku innsiglaði sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Belginn hefur nú skorað átta mörk og lagt upp eitt í níu leikjum með Everton í deildinni. Frábær tölfræði hjá framherjanum stæðilega.West Ham 3-0 Fulham Varamennirnir og nafnarnir Carlton og Joe Cole komu af bekknum og tryggðu West Ham 3-0 sigur á Fulham í Lundúnaslag í Austur-London í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom miðjumaðurinn Mohamed Diamé West Ham yfir snemma í síðari hálfleiknum. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum og því til stuðnings átti Fulham ekki eitt skot í öllum leiknum sem hitti á markið. Varamennirnir Carlton og Joe Cole skoruðu hvor sitt markið á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggðu sætan sigur.Norwich 1-0 Crystal Palace Hart var barist á Carrow Road í Norwich þegar Tony Pulis mætti með lærisveina sína í heimsókn. Johan Elmander og Nathan Redmond áttu frábærar tilraunir snemma leiks en sláin og Julian Speroni, markvörður Palace, björguðu gestunum. Gary Hooper, sem Norwich fékk frá Celtic í sumar, skoraði eina mark leiksins eftir hálftímaleik. Heimamenn spiluðu þá gestina sundur og saman, Elmander lagði boltann á Hooper sem renndi honum í opið markið. Gestirnir komust næst því að jafna þegar Sebastian Bassong setti boltann rétt yfir eigið mark af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Góður sigur heimamanna en staða Palace í botnbaráttunni erfið.Aston Villa 0-0 Sunderland Sunderland komst nær því að tryggja sér sigurinn í leiknum. Fabio Borini átti meðal annars skalla í slá. Liðin skiptu stigunum á milli sín. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Norwich, West Ham og Everton unnu mikilvæga sigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markalaust var í viðureign Aston Villa og Sunderland.Everton 4-0 Stoke Spánverjinn Gerard Deulofeu, lánsmaður frá Barcelona, kom Everton á bragðið undir lok fyrri hálfleiks gegn Stoke. Deulofeu ku vera næstyngsti Spánverjinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni en kappinn er á nítjánda aldursári. Cesc Fabregas var 17 ára þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Arsenal. Mark Seamus Colemann í upphafi síðari hálfleiks setti heimamenn í þægilega stöðu. Bryan Oviedo, fyrrum samherji Ragnars Sigurðssonar hjá FC Kaupmannahöfn, nýtti tækifærið í liði Everton í fjarveru Leighton Baines. Bakvörðurinn frá Kostaríka skoraði þriðja markið og Belginn Romelu Lukaku innsiglaði sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Belginn hefur nú skorað átta mörk og lagt upp eitt í níu leikjum með Everton í deildinni. Frábær tölfræði hjá framherjanum stæðilega.West Ham 3-0 Fulham Varamennirnir og nafnarnir Carlton og Joe Cole komu af bekknum og tryggðu West Ham 3-0 sigur á Fulham í Lundúnaslag í Austur-London í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom miðjumaðurinn Mohamed Diamé West Ham yfir snemma í síðari hálfleiknum. Heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum og því til stuðnings átti Fulham ekki eitt skot í öllum leiknum sem hitti á markið. Varamennirnir Carlton og Joe Cole skoruðu hvor sitt markið á síðustu tíu mínútum leiksins og tryggðu sætan sigur.Norwich 1-0 Crystal Palace Hart var barist á Carrow Road í Norwich þegar Tony Pulis mætti með lærisveina sína í heimsókn. Johan Elmander og Nathan Redmond áttu frábærar tilraunir snemma leiks en sláin og Julian Speroni, markvörður Palace, björguðu gestunum. Gary Hooper, sem Norwich fékk frá Celtic í sumar, skoraði eina mark leiksins eftir hálftímaleik. Heimamenn spiluðu þá gestina sundur og saman, Elmander lagði boltann á Hooper sem renndi honum í opið markið. Gestirnir komust næst því að jafna þegar Sebastian Bassong setti boltann rétt yfir eigið mark af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Góður sigur heimamanna en staða Palace í botnbaráttunni erfið.Aston Villa 0-0 Sunderland Sunderland komst nær því að tryggja sér sigurinn í leiknum. Fabio Borini átti meðal annars skalla í slá. Liðin skiptu stigunum á milli sín.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira