Klukkan hefur áhrif á þunglyndi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. nóvember 2013 11:15 „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. mynd/365 „Að mörgu leyti er þetta sjálfskapað vandamál,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sem hefur haft forgöngu um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu, um það að Íslendingar noti þunglyndislyf mest allra þjóða. En það kemur fram í nýrri skýrslu OECD. „Við erum feitust þjóða, við hreyfum okkur ekki nóg og erum með kolvitlausa klukku sem kemur okkur í koll á veturna,“ segir hann. Hreyfiseðlarnir er verkefni sem gengur út á að innleiða hreyfingu sem úrræði í almennri heilsugæslu. Hann segir fólk sem snúi sér til heilsugæslunnar sé oft með samsettan vanda. Þá sé hreyfing eitt af þeim úrræðum sem hægt er að grípa til. Verkefnið hófst hér á landi fyrir nokkrum árum síðan, fyrst sem tilraunaverkefni en nú hefur SÍBS ásamt öðrum tekið yfir verkefnið. Fólk sem leitar til heilsugæslunnar er tekið í viðtal og fundið út hvaða hreyfing hentar því eftir getu og áhuga hvers og eins. Það er ætlast til þess að hreyfingin sé tekin eins og hvert annað lyf. Ráðgjafinn eða læknirinn fyrirskrifar ákveðna hreyfingu sem á að gera ákveðið oft á dag eða í viku. Síðan er þessu fylgt eftir af lækninum. Verkefnið hefur reynst gríðarlega vel í Svíþjóð og Guðmundur segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að þetta muni henta Íslendingum jafn vel. „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. „Ég er ekki að tala um alvarlegt þunglyndi, heldur það þegar heilbrigt fólk kallar sig þunglynt. Við erum fyrst og fremst að tala um vægari einkenni þunglyndis, lyfjagjöf verður áfram nauðsynleg meðferð við alvarlegu þunglyndi,“ segir hann.Skammdegisdrungi kvilli sem hrjáir Íslendinga meira en aðra Guðmundur segir ekki úr vegi að nefna það í leiðinni að skammdegisþunglyndi og skammdegisdrungi séu kvillar sem hrjái Íslendinga meira en aðrar þjóðir. Yfir veturinn eru dagarnir stuttir og klukkan sé vitlaus stillt. Við fáum ekki morgunbirtuna til þess að ná eðlilegum svefni. Þetta er í raun sjálfskaparvíti útaf klukkumálinu. „Það er ekki bara hreyfingin sem skiptir máli heldur líka sólargangurinn,“ segir Guðmundur. „Þetta eru þættir sem við gætum sjálf haft áhrif á til þess að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.“ Hann segir að það séu þó vissulega fleiri þættir sem hafi áhrif á andlegu hliðina og nefnir sem dæmi vímuefnanotkun, ofþyngd og mataræði. Það megi í raun segja að þessir lífstílstengdu sjúkdómar hafi áhrif á líðan. Við þurfum að hugsa um það hvernig við kjósum að lifa lífinu. „Við getum sjálf haft áhrif og dregið úr líkum á að fá þessa sjúkdóma,“ segir Guðmundur. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Að mörgu leyti er þetta sjálfskapað vandamál,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sem hefur haft forgöngu um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu, um það að Íslendingar noti þunglyndislyf mest allra þjóða. En það kemur fram í nýrri skýrslu OECD. „Við erum feitust þjóða, við hreyfum okkur ekki nóg og erum með kolvitlausa klukku sem kemur okkur í koll á veturna,“ segir hann. Hreyfiseðlarnir er verkefni sem gengur út á að innleiða hreyfingu sem úrræði í almennri heilsugæslu. Hann segir fólk sem snúi sér til heilsugæslunnar sé oft með samsettan vanda. Þá sé hreyfing eitt af þeim úrræðum sem hægt er að grípa til. Verkefnið hófst hér á landi fyrir nokkrum árum síðan, fyrst sem tilraunaverkefni en nú hefur SÍBS ásamt öðrum tekið yfir verkefnið. Fólk sem leitar til heilsugæslunnar er tekið í viðtal og fundið út hvaða hreyfing hentar því eftir getu og áhuga hvers og eins. Það er ætlast til þess að hreyfingin sé tekin eins og hvert annað lyf. Ráðgjafinn eða læknirinn fyrirskrifar ákveðna hreyfingu sem á að gera ákveðið oft á dag eða í viku. Síðan er þessu fylgt eftir af lækninum. Verkefnið hefur reynst gríðarlega vel í Svíþjóð og Guðmundur segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að þetta muni henta Íslendingum jafn vel. „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. „Ég er ekki að tala um alvarlegt þunglyndi, heldur það þegar heilbrigt fólk kallar sig þunglynt. Við erum fyrst og fremst að tala um vægari einkenni þunglyndis, lyfjagjöf verður áfram nauðsynleg meðferð við alvarlegu þunglyndi,“ segir hann.Skammdegisdrungi kvilli sem hrjáir Íslendinga meira en aðra Guðmundur segir ekki úr vegi að nefna það í leiðinni að skammdegisþunglyndi og skammdegisdrungi séu kvillar sem hrjái Íslendinga meira en aðrar þjóðir. Yfir veturinn eru dagarnir stuttir og klukkan sé vitlaus stillt. Við fáum ekki morgunbirtuna til þess að ná eðlilegum svefni. Þetta er í raun sjálfskaparvíti útaf klukkumálinu. „Það er ekki bara hreyfingin sem skiptir máli heldur líka sólargangurinn,“ segir Guðmundur. „Þetta eru þættir sem við gætum sjálf haft áhrif á til þess að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.“ Hann segir að það séu þó vissulega fleiri þættir sem hafi áhrif á andlegu hliðina og nefnir sem dæmi vímuefnanotkun, ofþyngd og mataræði. Það megi í raun segja að þessir lífstílstengdu sjúkdómar hafi áhrif á líðan. Við þurfum að hugsa um það hvernig við kjósum að lifa lífinu. „Við getum sjálf haft áhrif og dregið úr líkum á að fá þessa sjúkdóma,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira