Klukkan hefur áhrif á þunglyndi Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. nóvember 2013 11:15 „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. mynd/365 „Að mörgu leyti er þetta sjálfskapað vandamál,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sem hefur haft forgöngu um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu, um það að Íslendingar noti þunglyndislyf mest allra þjóða. En það kemur fram í nýrri skýrslu OECD. „Við erum feitust þjóða, við hreyfum okkur ekki nóg og erum með kolvitlausa klukku sem kemur okkur í koll á veturna,“ segir hann. Hreyfiseðlarnir er verkefni sem gengur út á að innleiða hreyfingu sem úrræði í almennri heilsugæslu. Hann segir fólk sem snúi sér til heilsugæslunnar sé oft með samsettan vanda. Þá sé hreyfing eitt af þeim úrræðum sem hægt er að grípa til. Verkefnið hófst hér á landi fyrir nokkrum árum síðan, fyrst sem tilraunaverkefni en nú hefur SÍBS ásamt öðrum tekið yfir verkefnið. Fólk sem leitar til heilsugæslunnar er tekið í viðtal og fundið út hvaða hreyfing hentar því eftir getu og áhuga hvers og eins. Það er ætlast til þess að hreyfingin sé tekin eins og hvert annað lyf. Ráðgjafinn eða læknirinn fyrirskrifar ákveðna hreyfingu sem á að gera ákveðið oft á dag eða í viku. Síðan er þessu fylgt eftir af lækninum. Verkefnið hefur reynst gríðarlega vel í Svíþjóð og Guðmundur segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að þetta muni henta Íslendingum jafn vel. „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. „Ég er ekki að tala um alvarlegt þunglyndi, heldur það þegar heilbrigt fólk kallar sig þunglynt. Við erum fyrst og fremst að tala um vægari einkenni þunglyndis, lyfjagjöf verður áfram nauðsynleg meðferð við alvarlegu þunglyndi,“ segir hann.Skammdegisdrungi kvilli sem hrjáir Íslendinga meira en aðra Guðmundur segir ekki úr vegi að nefna það í leiðinni að skammdegisþunglyndi og skammdegisdrungi séu kvillar sem hrjái Íslendinga meira en aðrar þjóðir. Yfir veturinn eru dagarnir stuttir og klukkan sé vitlaus stillt. Við fáum ekki morgunbirtuna til þess að ná eðlilegum svefni. Þetta er í raun sjálfskaparvíti útaf klukkumálinu. „Það er ekki bara hreyfingin sem skiptir máli heldur líka sólargangurinn,“ segir Guðmundur. „Þetta eru þættir sem við gætum sjálf haft áhrif á til þess að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.“ Hann segir að það séu þó vissulega fleiri þættir sem hafi áhrif á andlegu hliðina og nefnir sem dæmi vímuefnanotkun, ofþyngd og mataræði. Það megi í raun segja að þessir lífstílstengdu sjúkdómar hafi áhrif á líðan. Við þurfum að hugsa um það hvernig við kjósum að lifa lífinu. „Við getum sjálf haft áhrif og dregið úr líkum á að fá þessa sjúkdóma,“ segir Guðmundur. Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
„Að mörgu leyti er þetta sjálfskapað vandamál,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sem hefur haft forgöngu um innleiðingu svokallaðra hreyfiseðla í heilbrigðiskerfinu, um það að Íslendingar noti þunglyndislyf mest allra þjóða. En það kemur fram í nýrri skýrslu OECD. „Við erum feitust þjóða, við hreyfum okkur ekki nóg og erum með kolvitlausa klukku sem kemur okkur í koll á veturna,“ segir hann. Hreyfiseðlarnir er verkefni sem gengur út á að innleiða hreyfingu sem úrræði í almennri heilsugæslu. Hann segir fólk sem snúi sér til heilsugæslunnar sé oft með samsettan vanda. Þá sé hreyfing eitt af þeim úrræðum sem hægt er að grípa til. Verkefnið hófst hér á landi fyrir nokkrum árum síðan, fyrst sem tilraunaverkefni en nú hefur SÍBS ásamt öðrum tekið yfir verkefnið. Fólk sem leitar til heilsugæslunnar er tekið í viðtal og fundið út hvaða hreyfing hentar því eftir getu og áhuga hvers og eins. Það er ætlast til þess að hreyfingin sé tekin eins og hvert annað lyf. Ráðgjafinn eða læknirinn fyrirskrifar ákveðna hreyfingu sem á að gera ákveðið oft á dag eða í viku. Síðan er þessu fylgt eftir af lækninum. Verkefnið hefur reynst gríðarlega vel í Svíþjóð og Guðmundur segir að það sé engin ástæða til að ætla annað en að þetta muni henta Íslendingum jafn vel. „Það er auðvitað vel sannað að hreyfing hefur mjög jákvæð áhrif á til dæmis þunglyndi og kvíðaraskanir,“ segir Guðmundur. „Ég er ekki að tala um alvarlegt þunglyndi, heldur það þegar heilbrigt fólk kallar sig þunglynt. Við erum fyrst og fremst að tala um vægari einkenni þunglyndis, lyfjagjöf verður áfram nauðsynleg meðferð við alvarlegu þunglyndi,“ segir hann.Skammdegisdrungi kvilli sem hrjáir Íslendinga meira en aðra Guðmundur segir ekki úr vegi að nefna það í leiðinni að skammdegisþunglyndi og skammdegisdrungi séu kvillar sem hrjái Íslendinga meira en aðrar þjóðir. Yfir veturinn eru dagarnir stuttir og klukkan sé vitlaus stillt. Við fáum ekki morgunbirtuna til þess að ná eðlilegum svefni. Þetta er í raun sjálfskaparvíti útaf klukkumálinu. „Það er ekki bara hreyfingin sem skiptir máli heldur líka sólargangurinn,“ segir Guðmundur. „Þetta eru þættir sem við gætum sjálf haft áhrif á til þess að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis.“ Hann segir að það séu þó vissulega fleiri þættir sem hafi áhrif á andlegu hliðina og nefnir sem dæmi vímuefnanotkun, ofþyngd og mataræði. Það megi í raun segja að þessir lífstílstengdu sjúkdómar hafi áhrif á líðan. Við þurfum að hugsa um það hvernig við kjósum að lifa lífinu. „Við getum sjálf haft áhrif og dregið úr líkum á að fá þessa sjúkdóma,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira