Innlent

Hrafn stríðir erni

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér sést hvernig hrafninn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.
Hér sést hvernig hrafninn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Skjáskot úr myndbandinu

Á myndbandi sem birtist í gærkvöldi á síðunni Búðardalur.is sést hvernig hrafn stríddi öðrum fugli síðastliðinn sunnudag. Fuglinn sem varð fyrir stríðninni er þó töluvert stærri en hrafninn, því þar var örn á ferð, konungur íslenskra fugla.

Myndbandið var tekið upp í landi Spágilsstaða í Laxárdal. Á síðunni segir að töluvert hafi sést til arna á þessum slóðum í sumar en aðalheimkynni arnarins eru við Breiðafjörðinn.

Eftir að hafa mátt þola stríðni hrafnsins um stund gafst örninn upp og flaug í áttina að Hvammsfirði. Kindurnar létu það þó ekki á sig fá að þessi stóri fugli skyldi fljúga yfir bökin á þeim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.