Enski boltinn

Giggs: Manchester United er ekki litla liðið í þessum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs fagnar marki á móti Arsenal.
Ryan Giggs fagnar marki á móti Arsenal. Mynd/AFP
Ryan Giggs, spilandi aðstoðarþjálfari Manchester United og sigursælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, er ekki á því að United sé litla liðið í stórleiknum á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Arsenal er í efsta sæti deildarinnar og átta stigum meira en Manchester United sem er bara í áttunda sætinu eftir fyrstu tíu umferðir tímabilsins. Ryan Giggs á möguleika á því að spila sinn fimmtugasta leik á móti Arsenal en þessi 39 ára gamli leikmaður var spurður út í leikinn á Sky Sports.

„Man United á móti Arsenal á Old Trafford og við erum litla liðið. Ég get ekki verið sammála því. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að Arsenal er heitasta liðið og að þetta verður erfiður leikur," sagði Ryan Giggs.

„Við vitum alveg út í hvernig leik við erum að fara. Þeir munu vera með boltann og hafa marga hæfileikaríka leikmenn í formi. Það er aðeins meira stál í Arsenal-liðinu á þessu tímabili og þeir eru ekki að fá mörg mörk á sig. Arsenal hefur alltaf haft gæðin til að spila flottan fótbolta en nú er liðið að sýna meiri stöðugleika," sagði Giggs.

„Það er mikið sjálfstraust í Arsenal-liðinu en á sama tíma eru við að komast á skrið. Það er hinsvegar alltaf stórleikur þegar Arsenal mætir á Old Trafford. Það eru líka allir sammála um mikilvægi þessa leik eftir þessa góðu byrjun Arsenal," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×