Lífið

Kremin gerast ekki hreinni - engum lélegum uppfyllingarefnum bætt í

Ellý Ármanns skrifar
Ágústa Rós Árnadóttir.
Ágústa Rós Árnadóttir.
Ágústa Rós Árnadóttir 35 ára opnar snyrtibudduna sína og segir okkur hvaða snyrtivörur hún kýs að nota daglega. Ágústa notar lífrænu snyrtivörurnar frá Green People sem fást í Heilsuhúsinu, Heilsutorginu Blómaval, Víði Garðabæ, Heimkaup.is og Ditto Smiðjuvegi.

„Þótt ég sé nú bara 25 ára í anda þá er húðin löngu búin að fatta að ég er víst orðin 35 ára og lætur sko ekki bjóða sér hvað sem er. Svo stórefa ég að umönnun þriggja barna auk fulls vinnudags hafi sérlega yngjandi áhrif á húðina. Þannig að ég verð víst að fara að vanda mig," segir Ágústa.

Hydrating firming serum fré Green People

„Nú ber ég á mig serum frá Green People og svo æðislegt 24 stunda vítamínbombukrem frá þeim á hverjum degi. Serumið er stinnandi og eykur kollagenframleiðslu svo ég ber það samviskusamlega á mig kvölds og morgna og er náttúrulega margfalt sætari fyrir vikið."

Stútfullt af grinilegum vítamínum

„Mér finnst farði líka haldast mun betur og er jafnari yfir daginn þegar ég set serum undir og ekki kvartar ég nú yfir því en 24 stunda kremið er stútfullt af girnilegum vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Það er ekki of feitt en gefur samt dúndur næringu og góða tilfinningu. Hið fullkomna krem! Það er þannig með sumar vörur að þegar maður byrjar á einu þá langar mann að prófa það næsta og þannig er það einmitt með Green People."

Brúnkukrem frá Green People

„Upphafið var litla svindlið mitt frá þeim og uppljóstrast hér með að það er brúnkukremið. Það er svo brilliant að ég fór að prófa fleiri vörur og hef verið ótrúlega ánægð með þær allar. Mér finnst raunverulega góð lykt af brúnkukreminu þeirra. Það ilmar af kryddi og hlýrri sandalwoodlykt og húðin verður silkimjúk og fær eðlilegan gylltan lit og ég hef ekkert samviskubit yfir þessu svindli mínu því innihaldið er eins gott og hreint og það getur orðið."

Maskarinn frá Green People

„Ég er mikil maskarakona en ég vil hafa hann mikinn og þykkann og geri kröfur um að maskarinn geri það sem þeir lofa í auglýsingunum.  En ég hugsa stundum hvaða gums skyldi ég nú vera að bera í kringum augun á mér og því ákvað ég að prófa maskarann frá Green People og var ekki svikin. Það er hægt að byggja hann upp endalaust og fá mikil augnhár eða bara hafa hann léttan og látlausan. 

„Hugmyndafræðin á bak við Green People er ótrúlega flott. Upphafið var móðir sem byrjaði að búa til krem og hreinlætisvörur fyrir litla dóttur sína sem var með ofnæmi fyrir nánast öllu og þetta vatt svona þvílíkt upp á sig. Kremin gerast því ekki hreinni, engum lélegum uppfyllingarefnum bætt í – bara hrein næring og virkni. Fyrirtækið gefur 10% af hagnaði hverrar vöru til góðgerðamála og mér finnst ég því virkilega gera góð kaup þegar ég kaupi mér Green People," segir hún.

Green People


Tengdar fréttir

Loksins fann ég rétta farðann

Jóhanna Þórarinsdóttir ÍAK einkaþjálfari og norðurlandameistari í bekkpressu leggur mikla áherslu á náttúrulegt útlit. Hún upplýsir okkur hvaða snyrtivörur hún notar.

Pínkulítill dropi á kvikindið og það deyr í fæðingu

Edda Sif Pálsdóttir fjölmiðlakona er náttúrulega falleg og skemmtileg í þokkabót en hún segir okkur hvaða snyrtivörur hún kýs að nota. Hún lumar á góðum ráðum þegar kemur að því að útrýma bólum sem vert er að kynna sér á þessum síðustu og verstu.

Lestu þetta ef þú átt eldgamlan sjúskaðan varasalva

"Við erum að bjóða fólki að koma með gamla varasalva og skipta þeim út fyrir glænýja frá Burt´s Bees," segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, markaðsfulltrúi Icepharma. Hún segir það staðreynd að margar snyrtivörur sem fólk notar dagsdaglega innihaldi óæskileg aukaefni.

Það er algjört tabú að vera ekki alveg fullkomin

Erna Hrund Hermannsdóttir förðunarfræðingur er áhugaverður bloggari sem komst heldur betur í fjölmiðlana þegar hún setti inn myndir af sjálfri sér sem sýndu slit á maga hennar eftir meðgöngu.

Ef sjampóið freyðir mikið er það gott

"Ég er hrifin af sjampóinu frá John Frieda af því að einu sinni var mér sagt að ef að sjampóið freyðir mikið þá er það gott sjampó og þetta sjampó alveg snar- freyðir."

Notar maskara sem þykkir og lengir augnhárin

"Ég á í raun frekar lítið af snyrtivörum og nota þær hóflega. Ég er ákaflega vandlát á snyrtivörur og hef eytt drjúgum tíma, vangaveltum og aur í að finna þessar vörur sem ég mæli hér með," segir Steinunn Vala hönnuður...

Hyljarinn sem gerir kraftaverk

Kristín Minney Pétursdóttir les viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst og situr í stjórn Merkúr, félags viðskiptafræðinema.

Lífrænar vörur sem gera kraftaverk

"Það gerir mann svo miklu sætari á grámyglulegum morgnum. Þetta krem er ekki farði en það gerir mann útiteknari. Líflaust andlitið peppast upp og fær á sig örlítið brúnni blæ. Mæli eindregið með því."

Held mig yfirleitt við jarðliti

Söngkonan Ruth Moore eða Rut Reginalds eins og við þekkjum hana er búsett í Bandaríkjunum. Hún sagði okkur hvaða snyrtivörur hún notar.

Virkar eins og hrukkustraujárn

"Ég er auðvitað snyrtivörusjúk og með hrukkufóbíu á háu stigi og mér finnst hrikalega gaman að nota snyrtivörur," segir Margrét.

Ef ég fíla eitthvað þá kaupi ég það aftur

"Ég er nú ekki mikið fyrir mála mig mikið dags daglega en er alltaf með maskara frá Helen rúbinstein sem er algjör snillð að mínu mati hann gerir augnahárin þettari og lengri sem öllum konum langar að ná fram."

Skrúbbar húðina með matarsóda

Leikkonan Emma Stone er ein eftirsóttasta leikkonan í heiminum í dag og treystir ekki á rándýrar snyrtivörur til að halda húðinni í lagi.

Ég er áskrifandi að þessari snilld

"Allir ættu að eiga þetta bronzing gel. Ég er áskrifandi að þessari snilld. Mjög fallegur litur og eðlilegur. Sleppa að meika sig dags daglega og skella þessu á sig, maskara og glossi og taramm..."

Notar maskara sem þykkir hárin og þéttir

"Þegar ég var ung þá var ég sambrýnd með þykkar dökkar augabrýr. Þær hafa nú þynnst og ég hef líka verið að plokka þær í gegnum tíðina. Svo nú þarf ég að hjálpa þeim, bæði hressa þær við með lit og lyfta og til þess nota ég Benefits vörurnar "Brow Shaping kit" og "quick set brow gel" algerlega ómissandi fyrir mig."

Það er sama hversu "ljótur" maður vaknar - það hverfur allt með þessu meiki

"Þegar árin fara að færast yfir mann þá fer húðin að missa þennan náttúrulega ljóma sem fylgir æskuárunum. Með því að púðra húðina þá undirstrikar maður í raun aldurinn. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég get bara ekki fundið mér neitt annað meik en þetta létta steinefnameik með ljóma frá MAC. Það gefur ekki bara fallega áferð, ef maður notar bursta til að bera það á með, og ljóma heldur nærir það húðina því það er stútfullt af náttúrulegum steinefnum. Það er sama hversu "ljótur" maður vaknar - það hverfur allt með þessu meiki."

Húðin verður frískari og mjúk sem silki

"Ég á endalaust mikið af augnskuggum og varalitum. Um leið og ég uppgötvaði snyrtivörur var í raun ekki aftur snúið," segir Marín Manda Magnúsdóttir...

Saltið er dásamlegt þegar skrokkurinn er stirður

"Þegar gráminn ætlar að drepa mig lifandi er hressandi að koma við í Signature of Nature og fá sér ljómunarmeðferð af spa barnum þeirra. Hreinlega lygilegt hve vel það virkar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.