Erlent

Enginn enn vitjað stúlkunnar litlu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ljóshærða, bláeygða stúlkan var ekki talin líkjast sígaunaparinu sem héldu því fram að hún væri dóttir þeirra.
Ljóshærða, bláeygða stúlkan var ekki talin líkjast sígaunaparinu sem héldu því fram að hún væri dóttir þeirra.
Lögreglan lýsir enn eftir foreldrum fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst á fimmtudaginn í Grikklandi. Hún var þá í umsjá sígaunapars en lögregla sem kom inn á heimili þeirra fylltist grunsemdum þegar augljóst var að stúlkan líktist ekkert parinu sem sögðust vera foreldrar hennar.

Yfirvöld í Grikklandi hafa heitið því að hjálpa stúlkunni. Hún var tekin frá parinu og sett í umsjá góðgerðarsamtaka sem heita „The Smile of the Child“ eða Bros barnsins og hún hefur fengið sálfræðilega aðstoð frá sálfræðingi sem starfar hjá lögreglunni. DNA próf leiddu í ljós að hún var í reynd ekki skyld parinu. Góðgerðarsamtökin hafa gagnrýnt löggjöf um skráningu barna í Grikklandi. Segjast þau hafa orðið orðlaus þegar kom í ljós hversu auðvelt er að skrá barn sem sitt eigið. Aðeins þarf að koma með yfirlýsingu sem studd er framburði tveggja vitna.

Ef einhver hefur upplýsingar um uppruna stúlkunnar ljóshærðu er sá hinn sami beðinn að hringja í Beina línu fyrir týnd börn eða hafa samband við Bros barnsins. Interpol er einnig komið í málið og vonast er til þess að með hjálp þeirra verði hægt að leysa það farsællega.

Lögfræðingur parsins segir þau hafa tekið stúlkuna af manngæsku sinni í sína umsjá frá þriðja aðila. Þau hafa verið ákærð fyrir mannrán. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×