Innlent

Spyrja þingmenn út í skyldu gagnvart nýrri stjórnarskrá

Samúel Karl Ólason skrifar
Sex þingmenn af 63 eru sagðir hafa svarað spurningunni.
Sex þingmenn af 63 eru sagðir hafa svarað spurningunni. Mynd/Skjáskot af 20.oktober.is.
Brynjar Níelsson sagði frá því í dag að þingmönnum hafi borist mikið af tólvupóstum þar sem þeir voru spurðir út í viðhorf sitt gagnvar tillögum stjórnlagaþings að nýrri stjórnarskrá.

Samtökin SaNS - Samtök um nýja stjórnarskrá og Stjórnskrárfélagið höfðu þá hvatt sína félagsmenn og aðra til að senda alþingismönnum tölvupóst og krefja þingmenn svara um afstöðu þeirra til þessa: „Ber þingmönnum siðferðileg og pólitísk skylda til að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem Alþingi boðar til?“

Svörin eru svo tekin saman á þessari heimasíðu sem samtökin standa að. Þó vantar enn svar Brynjars sem hann skrifaði á Facebook síðu sína í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×