Innistæðulaus loforð fjórum dögum fyrir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2013 18:52 Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira