Innistæðulaus loforð fjórum dögum fyrir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2013 18:52 Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira