Innistæðulaus loforð fjórum dögum fyrir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2013 18:52 Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að engin innistæða hafi verið til fyrir áformum um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjavík sem fyrrverandi ráðherra og formaður borgarráðs hafi lofað nokkrum dögum fyrir kosningar. Um 130 ný hjúkrunarrými verði byggð á næstu árum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær var sagt að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefði slegið á frest byggingu hjúkrunarheimilis fyrir 88 manns við Sléttuveg í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs sagði þetta slæm tíðindi þar sem um 116 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu og þar af 83 í Reykjavík. „Það er í gildi áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu sem fyrrverandi velferðarráðherra vann eftir og allir hafa unnið eftir, sem gerir ráð fyrir að byggð verði hjúkrunarrými í ellefu sveitarfélögum á landinu,“ segir heilbrigðisráðherra. Sú áætlun sé ekki að fullu fjármögnuð en gildi til ársins 2016 og geri ráð fyrir að byggð verði um 130 hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. „Sú viljayfirlýsing sem gefin var fjórum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar í vor (varðandi Sléttuveg) var ófjármögnuð. Það gagnast ekki formanni borgarráðs að tvínota sama kosningaloforðið. Sú viljayfirlýsing var á engan hátt fjármögnuð,“ segir Kristján Þór. Það sé óábyrgt að gefa í skyn að framkvæmdir séu handan við hornið ef fjárveitingar liggi ekki fyrir. „En það hafa allir ríkan vilja til að búa betur að þessum málaflokki en fjármunir verða að vera fyrir hendi og til reiðu áður en slíkar yfirlýsingar eru gefnar,“ segir hann. Biðlistar séu víða alvarlegra vandamál en í Reykjavík en það leysi ekki stjórnvöld undan þeirri skyldu að vinna á þeim. „Samkvæmt þeirri áætlun sem liggur fyrir er verið að byggja ný hjúkrunarrými á árunum 2012 til 2016 upp á 441 rými. Til viðbótar koma síðan þessi 40 til 50 rými á Vífilstöðum,“ segir Kristján Þór og vísar þar til lausnar sem samið var um nýlega til að létta á Landsspítalanum með því að flytja aldraða sjúklinga sem þurfa á hjúkrun að halda á Vífilstaði.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira