Innlent

Hálka víða um land

Það fór að snjóa á Akureyri í gærkvöldi og lentu nokkrir ökumenn í erfiðleikum vegna hálku ef bílar þeirra voru ekki komnir á vetrardekk. Engin slys urðu þó.

Hálka var líka sumstaðar í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið. Víða myndaðist svo hálka á fjallvegum í gærkvöldi, eins og á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Norðurlanedi Vestra og Norður- og Norðausturlandi.

Þæfingsfærð er á Hellisheiði eystri og Öxi. Veðurstofan spáir vaxandi norðan- og norðaustanátt , víða hvassviðri , eða 13 til 20 metrum á sekúndu um norðvestanvert lándið síðdegis með hvössum vindstrengjum undir fjöllum, en hægari  vindi í örðum landshlutum.

Það verður slydda og síðar snjókoma á norðvestanverðu landinu, rigning eystra en þurrt annarsstgaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×