Ekki vottur af vöðvabólgu 14. október 2013 13:30 Fanney Amelía er með námskeið hjá Dansrækt JSB sem nefnast Stutt og strangt. Við spjölluðum við Fanney og einn af nemendum hennar Auði Auðunsdóttur sem hefur misst 15 kg síðan hún byrjaði að sækja námskeiðin fyrir þremur árum.Vel haldið utan um hverja konu fyrir sigSegðu okkur frá þessum námskeiðum? „Eins og nafnið gefur til kynna eru þetta stutt námskeið með ströngu prógrammi í tvær vikur. Haldið er vel utan um hverja konu fyrir sig og felst strangleikinn frekar í stífri mætingu. Ég kalla þetta fjölþjálfun með einkaþjálfara en í hverjum hópi eru sex konur og er eingöngu unnið í tækjasal. Svo er líka hægt að velja sér lengri námskeið hjá mér eins og til dæmis þrisvar í viku í fjórar vikur, eða fjórum sinnum í viku í tólf vikur."Millistig milli einkaþjálfunar og hóptímannaFyrir hverja eru Stutt og strangt námskeiðin? „Námskeiðin eru tilvalin fyrir þær sem vilja koma sér af stað í ræktinni, læra á tækin og þjálfa í tækjasal í leiðinni. Í svona fámennum hópum verður þjálfunin líka mjög einstaklingsbundin og aðhaldið sömuleiðis mjög gott. Námskeiðin henta líka mjög vel ef þér finnst þú þurfa að peppa þig svolítið upp og einbeita þér sérstaklega að þínum málum. Þetta er eiginlega millistig milli einkaþjálfunar og hóptímanna."Ekki mikla fyrir sér heldur mætaHvað ráðleggurðu þeim sem heima sitja og hafa sig ekki af stað í ræktina? Byrja á því að kíkja í heimsókn til okkar og finna andrúmsloftið. Mikla þetta ekki of mikið fyrir sér. Fara rólega af stað og læra að njóta þess að hreyfa sig í góðum félagsskap. Prófa til dæmis eitt svona Stutt og strangt og komast á bragðið.Auður Auðunsdóttir er 48 ára starfsmaður í söludeild hjá byggingavöruverslun og hefur verið að æfa hjá Líkamsrækt JSB í þrjú ár. Þennan tíma hefur hún sótt Stutt og strangt námskeiðin með reglulegu millibili sem hún segir vera frábær. „Ég hef verið á öðrum námskeiðum inn á milli og líka farið í opnu tímana en þetta fyrirkomulag hentar mér einstaklega vel,“ segir Auður sem hefur misst 15 kg á þessum þremur árum.Fanney passar vel upp á sinar konur „Í fyrsta lagi er það aginn og eftirfylgnin hjá henni Fanney sem ég kann að meta. Eftirfylgning er alveg 100%. Hún passar vel upp á sínar konur og er frábær þjálfari. Svo fáum við líka matarráðgjöf og heimsenda matseðla sem er mjög gott. Mér finnst best að æfa í tækjasalnum og svo er ég líka mjög ánægð með að vera í hæfilega litlum hópi eins og S&S námskeiðin bjóða upp á. Ekki vottur af vöðvabólgu „Það skiptir gríðarlega miklu máli að finna sér líkamsrækt við hæfi,“ segir Auður brosandi. „Það er ekki vottur af vöðvabólgu hjá mér þó að ég vinni fulla vinnu. Ég þakka það alfarið réttri og góðri þjálfun sem ég finn að á einstaklega vel við mig.“ „Síðast en ekki síst þá er andrúmsloftið alveg einstaklega gott þarna hjá JSB,“ segir Auður.JSB.IS Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Fanney Amelía er með námskeið hjá Dansrækt JSB sem nefnast Stutt og strangt. Við spjölluðum við Fanney og einn af nemendum hennar Auði Auðunsdóttur sem hefur misst 15 kg síðan hún byrjaði að sækja námskeiðin fyrir þremur árum.Vel haldið utan um hverja konu fyrir sigSegðu okkur frá þessum námskeiðum? „Eins og nafnið gefur til kynna eru þetta stutt námskeið með ströngu prógrammi í tvær vikur. Haldið er vel utan um hverja konu fyrir sig og felst strangleikinn frekar í stífri mætingu. Ég kalla þetta fjölþjálfun með einkaþjálfara en í hverjum hópi eru sex konur og er eingöngu unnið í tækjasal. Svo er líka hægt að velja sér lengri námskeið hjá mér eins og til dæmis þrisvar í viku í fjórar vikur, eða fjórum sinnum í viku í tólf vikur."Millistig milli einkaþjálfunar og hóptímannaFyrir hverja eru Stutt og strangt námskeiðin? „Námskeiðin eru tilvalin fyrir þær sem vilja koma sér af stað í ræktinni, læra á tækin og þjálfa í tækjasal í leiðinni. Í svona fámennum hópum verður þjálfunin líka mjög einstaklingsbundin og aðhaldið sömuleiðis mjög gott. Námskeiðin henta líka mjög vel ef þér finnst þú þurfa að peppa þig svolítið upp og einbeita þér sérstaklega að þínum málum. Þetta er eiginlega millistig milli einkaþjálfunar og hóptímanna."Ekki mikla fyrir sér heldur mætaHvað ráðleggurðu þeim sem heima sitja og hafa sig ekki af stað í ræktina? Byrja á því að kíkja í heimsókn til okkar og finna andrúmsloftið. Mikla þetta ekki of mikið fyrir sér. Fara rólega af stað og læra að njóta þess að hreyfa sig í góðum félagsskap. Prófa til dæmis eitt svona Stutt og strangt og komast á bragðið.Auður Auðunsdóttir er 48 ára starfsmaður í söludeild hjá byggingavöruverslun og hefur verið að æfa hjá Líkamsrækt JSB í þrjú ár. Þennan tíma hefur hún sótt Stutt og strangt námskeiðin með reglulegu millibili sem hún segir vera frábær. „Ég hef verið á öðrum námskeiðum inn á milli og líka farið í opnu tímana en þetta fyrirkomulag hentar mér einstaklega vel,“ segir Auður sem hefur misst 15 kg á þessum þremur árum.Fanney passar vel upp á sinar konur „Í fyrsta lagi er það aginn og eftirfylgnin hjá henni Fanney sem ég kann að meta. Eftirfylgning er alveg 100%. Hún passar vel upp á sínar konur og er frábær þjálfari. Svo fáum við líka matarráðgjöf og heimsenda matseðla sem er mjög gott. Mér finnst best að æfa í tækjasalnum og svo er ég líka mjög ánægð með að vera í hæfilega litlum hópi eins og S&S námskeiðin bjóða upp á. Ekki vottur af vöðvabólgu „Það skiptir gríðarlega miklu máli að finna sér líkamsrækt við hæfi,“ segir Auður brosandi. „Það er ekki vottur af vöðvabólgu hjá mér þó að ég vinni fulla vinnu. Ég þakka það alfarið réttri og góðri þjálfun sem ég finn að á einstaklega vel við mig.“ „Síðast en ekki síst þá er andrúmsloftið alveg einstaklega gott þarna hjá JSB,“ segir Auður.JSB.IS
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira