Gæslan getur auðveldlega annast allt sjúkraflug Svavar Hávarðsson skrifar 17. október 2013 07:00 Mýflug hefur annast almennt sjúkraflug síðustu misserin „Fyrirkomulagið eins og það er nú nær ekki nokkurri átt. Að sjúkraflug í þessu litla landi sé annars vegar gert út af velferðarráðuneytinu og hins vegar sjúkra- og neyðarflug af innanríkisráðuneytinu og Landhelgisgæslunni getur ekki verið hagfellt. Þetta er spurning um að hagræða, auka öryggi og spara peninga,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi og hvort það eigi allt að vera á einni hendi. „Til að mögulegt sé að halda úti öflugri björgunar-, neyðar- og sjúkraflugsþjónustu þarf reksturinn að vera sterkari,“ segir Georg. Hann spyr hvað græðist á því að hafa tvær miðstöðvar til að vakta neyðartilfelli; eina á Akureyri ef vantar sjúkraflugvél og aðra í Reykjavík ef vantar sjúkraþyrlu eða stóra vél til að fara til útlanda. „Gæslan hefur sterka innviði sem skiptir öllu máli í þessu sambandi. Auk tækja og víðtækrar þekkingar og reynslu við neyðaraðstæður hvers konar, rekum við stjórnstöðvar sem eru opnar allan sólarhringinn. Landhelgisgæslan getur því auðveldlega tekið að sér annað sjúkraflug í landinu jafnvel þó svo þjónustan verði áfram starfrækt frá Akureyri. Ráðherra styður ítarlega skoðun Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fékk á mánudag skriflegt svar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við spurningunni hver afstaða hennar væri til þess að LHG taki við öllu almennu sjúkraflugi, eins og lengi hefur verið til skoðunar innan stjórnsýslunnar. Ráðherra svarar spurningunni ekki beint, en sér því ekkert til fyrirstöðu að kanna þá möguleika til hlítar í samstarfi við velferðarráðuneytið.Snupraði ráðuneyti Í úttekt Ríkisendurskoðunar á sjúkraflugi sem birt var nýlega kemur fram að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar til að meta hvort framkvæmanlegt er, og hagkvæmt, að Gæslan annist almennt sjúkraflug á landinu, eins og segir í svari ráðherra. Þar kemur hins vegar ekki fram að Ríkisendurskoðun snuprar ráðuneytin fyrir að hafa ekki gengið úr skugga um hvort svo sé. Spurður um kostnað við að Gæslan tæki að sér allt sjúkraflug hérlendis segir Georg ljóst að stofnkostnaður gæti orðið nokkur, og sértekjur af leigu flugvélar Gæslunnar til útlanda myndu rýrna. „Þessari vél var ætlað að vera til taks hér við land til björgunar, eftirlits og öryggis svo sem vegna náttúruhamfara og slysa. Þess vegna væri mjög eftirsóknarvert að vinna hana til baka aftur með því að endurskoða fyrirkomulag sjúkraflugs. Þegar horft er til allra þátta svo sem samræmingar, umfangsmeiri rekstrar, aukins öryggis og hagræðingar hlýtur þetta að vera hagkvæmara fyrirkomulag.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Fyrirkomulagið eins og það er nú nær ekki nokkurri átt. Að sjúkraflug í þessu litla landi sé annars vegar gert út af velferðarráðuneytinu og hins vegar sjúkra- og neyðarflug af innanríkisráðuneytinu og Landhelgisgæslunni getur ekki verið hagfellt. Þetta er spurning um að hagræða, auka öryggi og spara peninga,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi og hvort það eigi allt að vera á einni hendi. „Til að mögulegt sé að halda úti öflugri björgunar-, neyðar- og sjúkraflugsþjónustu þarf reksturinn að vera sterkari,“ segir Georg. Hann spyr hvað græðist á því að hafa tvær miðstöðvar til að vakta neyðartilfelli; eina á Akureyri ef vantar sjúkraflugvél og aðra í Reykjavík ef vantar sjúkraþyrlu eða stóra vél til að fara til útlanda. „Gæslan hefur sterka innviði sem skiptir öllu máli í þessu sambandi. Auk tækja og víðtækrar þekkingar og reynslu við neyðaraðstæður hvers konar, rekum við stjórnstöðvar sem eru opnar allan sólarhringinn. Landhelgisgæslan getur því auðveldlega tekið að sér annað sjúkraflug í landinu jafnvel þó svo þjónustan verði áfram starfrækt frá Akureyri. Ráðherra styður ítarlega skoðun Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fékk á mánudag skriflegt svar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við spurningunni hver afstaða hennar væri til þess að LHG taki við öllu almennu sjúkraflugi, eins og lengi hefur verið til skoðunar innan stjórnsýslunnar. Ráðherra svarar spurningunni ekki beint, en sér því ekkert til fyrirstöðu að kanna þá möguleika til hlítar í samstarfi við velferðarráðuneytið.Snupraði ráðuneyti Í úttekt Ríkisendurskoðunar á sjúkraflugi sem birt var nýlega kemur fram að ekki liggi fyrir nægar upplýsingar til að meta hvort framkvæmanlegt er, og hagkvæmt, að Gæslan annist almennt sjúkraflug á landinu, eins og segir í svari ráðherra. Þar kemur hins vegar ekki fram að Ríkisendurskoðun snuprar ráðuneytin fyrir að hafa ekki gengið úr skugga um hvort svo sé. Spurður um kostnað við að Gæslan tæki að sér allt sjúkraflug hérlendis segir Georg ljóst að stofnkostnaður gæti orðið nokkur, og sértekjur af leigu flugvélar Gæslunnar til útlanda myndu rýrna. „Þessari vél var ætlað að vera til taks hér við land til björgunar, eftirlits og öryggis svo sem vegna náttúruhamfara og slysa. Þess vegna væri mjög eftirsóknarvert að vinna hana til baka aftur með því að endurskoða fyrirkomulag sjúkraflugs. Þegar horft er til allra þátta svo sem samræmingar, umfangsmeiri rekstrar, aukins öryggis og hagræðingar hlýtur þetta að vera hagkvæmara fyrirkomulag.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira