Ekki von á skuldaaðgerðum fyrir áramót Höskuldur Kári Schram skrifar 17. október 2013 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira