Ekki von á skuldaaðgerðum fyrir áramót Höskuldur Kári Schram skrifar 17. október 2013 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira