Ekki von á skuldaaðgerðum fyrir áramót Höskuldur Kári Schram skrifar 17. október 2013 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni. Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun að ólíklegt sé að hægt verði að ráðast í aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna á þessu ári. Málið sé þó enn á forgangslista ríkisstjórnarinnar. Bjarni sagði í samtali við Bloomberg fréttastofuna í vikunni að ólíklegt sé að endanlegar ákvarðanir um skuldaniðurfellingar verði teknar fyrir áramót. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna út í þessi ummæli í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun. Helgi spurði ráðherra hvenær von væri á tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við máli. Bjarni sagði að starfshópar sem væru að vinna að tillögum myndu skila af sér í nóvember- og desembermánuði. „Það er mín skoðun að það þurfi að taka þær tillögur til skoðunar og eftir atvikum til meðferðar hér í þinginu og þegar á það er horft þá er ég ekkert sérstaklega vongóður um að við verðum bæði búin að fá hugmyndir, vinna úr þeim, tefla fram þingmálum, klára þau í gegnum þrjár umræður hér fyrir jól. Ég skal bara viðurkenna það ég er ekkert sérstaklega vongóður um það,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna út í áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám gjaldeyrishafta. Vísaði hún einnig í samtal ráðherra við Bloomberg fréttastofuna en þar sagði Bjarni að hægt væri að afnema höftin innan árs. Bjarni sagði að áfram verði unnið eftir þeirri áætlun um afnám hafta sem nú liggur fyrir og að ný áætlun muni byggja að mestu leyti á þeirri gömlu. Málið verði áfram unnið í þverpólitísku samstarfi. „Mín skoðun er sú að það sé í sjálfu sér ekkert tæknilegt eða efnislegt í þessu máli sem að gerir það að verkum að séu menn að horfa á hlutina sömu augum að það ætti að taka mikið lengri tíma en sex mánuði, níu mánuði, að minnsta kosti innan árs að vinna úr helstu viðfangsefnunum. Hins vegar ef að væntingar þeirra sem koma að málinu er mjög ólíkar, sýn þeirra á það hvað er raunhæft allt önnur þá er þetta miklu flóknara viðfangsefni,“ sagði Bjarni.
Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira