Selur aleiguna til að ganga á heimstindana sjö - "Dauðir hlutir skipta engu máli“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. október 2013 14:45 "Ég ætla að selja allt dótið sem skiptir mig engu máli. Dauða hluti eins og húsgögn, fatnað og gamalt lagerdót.“ mynd/365 Þorsteinn Jakobsson göngugarpur ætlar að ganga á heimstindana sjö, hann leggur af stað til Argentínu þar sem heimsálfutindur Suður-Ameríku, Aconcagua er, 7. janúar á næsta ári. Þorsteinn er langelsti íslendingurinn til að gera þetta, en hann er 56 ára gamall. Til þess að fjármagna ferðina ætlar Þorsteinn að selja allt dótið sitt. „Ég ætla að selja allt dótið sem skiptir mig engu máli. Dauða hluti eins og húsgögn, fatnað og gamalt lagerdót. Ég er að starta sölunni og hún mun fara fram á netinu, til dæmis á Blandi.“ Hann stefnir á að ganga á alla tindana á einu ári. Þegar hann hefur lokið göngu á Aconcagua er ferðinni heitið til Afríku þar sem hann ætlar að ganga á Kilimanjaro. „Ég vona að ég nái þessu á einu ári en það fer eftir því hvernig gengur að fjármagna ferðina. Ég kem til með að kíkja heim til Íslands á milli en ég hef ekki mikið tækifæri til að vinna í þeim stoppum,“ segir Þorsteinn. Að sögn Þorsteins tekur hann aldrei sjálfur við peningum, heldur er hann með fjárgæslumann sem sér um það og það sem afgangs er gefur hann til góðgerðarmála. „Hver ganga er líka tileinkuð einhverju góðgerðarfélagi og fyrstu tvær göngurnar tileinka ég styrktarfélagi MS. Ég hvet því fólk til að styrkja það félag á meðan á göngunni stendur. Síðan kemur í ljós hverjum ég tileinka næstu göngur á eftir,“ segir hann.„Til þess að gera heiminn betri, verðum við að vera góð við hvert annað“ Þorsteinn hefur gengið mikið um ævina. Hann hefur meðal annars gengið á öll bæjarfélög á Íslandi fyrir utan tvö, hann á eftir fjallið Þorfinn við Flateyri og Búðarhyrnu í Hnífsdal. Hann gefur út bók um göngurnar og fjöllin og öll höfundalaunin hans fara til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hann er eini maðurinn sem hefur gengið öll bæjarföll landsins. Hann lætru sér ekki nægja að ganga eitt fjall í hverju bæjarfélagi, heldur tekur öll, sem geta verið allt upp í fjögur til fimm. Þorsteinn stofnaði gönguhópinn Fjallagarpar og gyðjur og markmiðið með gönguhópnum, fyrir utan að ganga, er að minna á góðgerðarsamtök. „Þetta er bara lífstíll hjá mér, ég veit hvað svona hreyfing gerir fyrir fólk og fyrir sjálfan mig. Það er ofsalega hollt fyrir bæði sál og líkama, að stunda svona góða og reglulega hreyfingu. Ef fólk væri duglegra að hreyfa sig er ég viss um að það mætti spara heilmikinn pening í heilbrigðiskerfinu,“ segir Þorsteinn.„Það er ágætt að fólk hafi það í huga að við förum öll jöfn héðan, þegar jarðvist lýkur. Dauðir hlutir skipta engu máli og við getum gert svo margt til þess að styrkja þá sem á þurfa á halda. Til þess að gera heiminn betri, verðum við að vera góð við hvert annað,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þorsteinn Jakobsson göngugarpur ætlar að ganga á heimstindana sjö, hann leggur af stað til Argentínu þar sem heimsálfutindur Suður-Ameríku, Aconcagua er, 7. janúar á næsta ári. Þorsteinn er langelsti íslendingurinn til að gera þetta, en hann er 56 ára gamall. Til þess að fjármagna ferðina ætlar Þorsteinn að selja allt dótið sitt. „Ég ætla að selja allt dótið sem skiptir mig engu máli. Dauða hluti eins og húsgögn, fatnað og gamalt lagerdót. Ég er að starta sölunni og hún mun fara fram á netinu, til dæmis á Blandi.“ Hann stefnir á að ganga á alla tindana á einu ári. Þegar hann hefur lokið göngu á Aconcagua er ferðinni heitið til Afríku þar sem hann ætlar að ganga á Kilimanjaro. „Ég vona að ég nái þessu á einu ári en það fer eftir því hvernig gengur að fjármagna ferðina. Ég kem til með að kíkja heim til Íslands á milli en ég hef ekki mikið tækifæri til að vinna í þeim stoppum,“ segir Þorsteinn. Að sögn Þorsteins tekur hann aldrei sjálfur við peningum, heldur er hann með fjárgæslumann sem sér um það og það sem afgangs er gefur hann til góðgerðarmála. „Hver ganga er líka tileinkuð einhverju góðgerðarfélagi og fyrstu tvær göngurnar tileinka ég styrktarfélagi MS. Ég hvet því fólk til að styrkja það félag á meðan á göngunni stendur. Síðan kemur í ljós hverjum ég tileinka næstu göngur á eftir,“ segir hann.„Til þess að gera heiminn betri, verðum við að vera góð við hvert annað“ Þorsteinn hefur gengið mikið um ævina. Hann hefur meðal annars gengið á öll bæjarfélög á Íslandi fyrir utan tvö, hann á eftir fjallið Þorfinn við Flateyri og Búðarhyrnu í Hnífsdal. Hann gefur út bók um göngurnar og fjöllin og öll höfundalaunin hans fara til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Hann er eini maðurinn sem hefur gengið öll bæjarföll landsins. Hann lætru sér ekki nægja að ganga eitt fjall í hverju bæjarfélagi, heldur tekur öll, sem geta verið allt upp í fjögur til fimm. Þorsteinn stofnaði gönguhópinn Fjallagarpar og gyðjur og markmiðið með gönguhópnum, fyrir utan að ganga, er að minna á góðgerðarsamtök. „Þetta er bara lífstíll hjá mér, ég veit hvað svona hreyfing gerir fyrir fólk og fyrir sjálfan mig. Það er ofsalega hollt fyrir bæði sál og líkama, að stunda svona góða og reglulega hreyfingu. Ef fólk væri duglegra að hreyfa sig er ég viss um að það mætti spara heilmikinn pening í heilbrigðiskerfinu,“ segir Þorsteinn.„Það er ágætt að fólk hafi það í huga að við förum öll jöfn héðan, þegar jarðvist lýkur. Dauðir hlutir skipta engu máli og við getum gert svo margt til þess að styrkja þá sem á þurfa á halda. Til þess að gera heiminn betri, verðum við að vera góð við hvert annað,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira