Innlent

Halldór hnýtir lausa enda fyrir væntanlegt framboð

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Halldór Halldórsson gæti verið á leið í oddvitaslag.
Halldór Halldórsson gæti verið á leið í oddvitaslag. Mynd/Heiða
Halldór Halldórsson bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar hefur fengið heimild frá bænum til að víkja frá störfum tímabundið. Hann hefur ásamt eiginkonu sinni átt lögheimili á Ísafirði en þau hjónin hafa nú flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur. Halldór hefur verið orðaður við oddvitaslaginn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og því spyrja menn sig hvort lögheimilisflutningurinn sé gerður með það fyrir augum.  

„Þetta er einn af þeim endum sem ég er að hnýta varðandi hugsanlega þátttöku í prófkjöri í Reykjavík,“ segir Halldór.

Prófkjörið verður haldið 16. nóvember næstkomandi og tillögum að framboðum ber að skila eigi síðar en 25 október. Hvenær má eiga von á niðurstöðu um hvort Halldór fari í framboð?

„Það verður fljótlega. Ég er að flytja til Reykjavíkur og hef mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum. Búi ég þar þá vil ég hafa áhrif á nærsamfélagið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×