Innlent

Hallarbylting í Öryrkjabandalaginu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ellen Calmon var í dag kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hún bauð sig fram gegn Guðmundi Magnússyni, sitjandi formanni og hafði betur.

Ellen hlaut 50 atkvæði í kosningunni af þeim 98 sem greidd voru. Guðmundur hlaut 46 atkvæði en kosningarétt höfðu formenn allra aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins.

„Það er verið að kalla eftir meiri samræðu og bættri ímynd Örykjabandalagsins,“ segir Ellen í samtali við Vísi. Hún segir að ákall hafi verið eftir breytingu. „Það sést best á niðurstöðu þessa kjörs. Nú er verkefnið að leiða saman þessa tvo ólíku hópa og skapa sátt. Okkar félagsmenn er mjög breiður og ólíkur hópur. Við verðum að ná betri samstöðu og ná til fólks utan Öryrkjabandalagsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×