Lífið

Paul McCartney og Jimmy Fallon bregða á leik

Herra Paul McCartney var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon, Late Night With Jimmy Fallon,  í gærkvöldi.

Jimmy Fallon er þekktur fyrir líflega sketsa, meðal annars með félaga sínum Justin Timberlake. Í þetta sinn brá hann á leik með Bítlinum Paul McCartney.

McCartney þótti standa sig vel og grínaðist með Jimmy Fallon, en í sketsinum rekast þeir hvor á annan og skipta um hreim í kjölfarið; Fallon fær breskan yfirstéttarhreim en McCartney ameríska hreim Fallons.

McCartney þótti ekki ná hreimnum sérlega vel.

Sjón er sögu ríkari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.