Fótbolti

Pálmi Rafn og félagar í Lillestrøm töpuðu fyrir Hønefoss

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hønefoss vann flottan útisigur á Lillestrøm, 2-1, á útivelli í norsku úrvalsdeildinni en Pálmi Rafn Pálmason leikur með liði Lillestrøm.

Frode Kippe kom heimamönnum yfir á 15. Mínútu en það var Mikkel Vendelbo sem jafnaði metin fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiksins eftir sendingu frá Riku Riski. 

Riku Riski var síðan aftir á ferðinni aðeins þrem mínútum síðar þegar hann skoraði sigurmark  Hønefoss í leiknum.

Pálmi Rafn var í byrjunarliði heimamanna en var tekinn af vell fimm mínútum fyrir leikslok.

Hønefoss  er í næst neðsta sæti deildarinnar með 23 stig en Lillestrøm í því áttunda með 31 stig. Nokkuð óvænt úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×