Fótbolti

Svisslendingar niðurlægðu Serba í dag og mæta Íslendingum á fimmtudaginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Danka Podovac var í liði Serbíu í dag.
Danka Podovac var í liði Serbíu í dag. mynd / Anton
Sviss vann ótrúlegan sigur á Serbíu, 9-0, í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna en Ísland mætir Sviss í undankeppninni næstkomandi fimmtudag.

Ótrúlegur sigur og greinilega mjög erfiður leikur framundan hjá íslenska landsliðinu en Freyr Alexandersson, nýráðinn landsliðsþjálfari, stýrir þá íslenska liðinu í fyrsta sinn.

Ana Maria Cmogorcevic gerði heil fjögur mörk fyrir Sviss í leiknum.

Danka Podovac, leikmaður Stjörnunnar, var í byrjunarliði Serbíu í leiknum en var tekinn af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Í hennar stað kom Vesna Smiljkovic, leikmaður ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×