Fótbolti

Aron hetjan gegn toppliði PSV

Aron fagnar marki í vetur.
Aron fagnar marki í vetur.
Aron Jóhannsson var hetja hollenska liðsins AZ Alkmaar í dag er hann skoraði sigurmarkið gegn toppliði PSV.

Mark Arons kom rúmum hálftíma fyrir leikslok en Aron hefur verið iðinn við kolann og er búinn að skora tíu mörk í vetur.

Aron lék allan leikinn en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu átta mínútur leiksins fyrir AZ.

Liðið komst með sigrinum upp í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×