Fótbolti

HM 2014: Slóvenía lagði Kýpur og Van Persie á skotskónum

Úr leik hjá Slóvníu og Kýpur.
Úr leik hjá Slóvníu og Kýpur.
Slóvenar eru komnir í annað sætið í riðli Íslands í undankeppni HM eftir útisigur á Kýpur í kvöld. Það gæti þó breyst á eftir.

Robin van Persie var svo í stuði gegn Andorra en athygli vakti að Andorra hélt Hollendingum í núllinu í fyrri hálfleik. Holland varð um leið fyrsta Evrópuþjóðin til að tryggja sér sæti á HM.

Skotar halda áfram að basla í sínum riðli en þeir misstu niður unninn leik í kvöld gegn Makedóníu.

Lúxemborg vann svo sinn fyrsta leik í undankeppni HM í heil fimm ár.

Úrslit:

A-riðill:

Makedónía-Skotland  1-2

0-1 Ikechi Anya (58.), 1-1 Jovan Kostovski (84.), 1-2 Shaun Maloney (87.).

Staðan: Belgía 22, Króatía 17, Serbía 8, Makedónía 7, Wales 6, Skotland 5.

D-riðill:

Andorra-Holland  0-2

0-1 Robin van Persie (50.), 0-2 Robin van Persie (54.).

Ungverjaland-Eistland  5-1

1-0 Ragnar Klavan, sjm (10.), 2-0 Tamas Hajnal (21.), 3-0 Daniel Böde (40.), 3-1 Tarmo Kink (47.), 4-1 Krisztian Nemeth (68.), 5-1 Balasz Dzsudzak (85.)

Staðan: Holland 22, Ungverjaland 14, Rúmenía 13, Tyrkland 10, Eistland 7, Andorra 0.

E-riðill:

Kýpur-Slóvenía  0-2

0-1 Milivoje Novakovic (11.), 0-2 Josip Ilicic (79.).

Staðan: Sviss 15, Slóvenía 12, Noregur 11, Albanía 10, Ísland 10, Kýpur 4.

F-riðill:

Lúxemborg-Norður-Írland  3-2

0-1 Martin Paterson (14.), 1-1 Aurelien Joachim (45.+2), 2-1 Stefano Bensi (78.), 2-2 Gareth McAuley (82.), 3-2 Mathias Janisch (86.)

Staðan: Portúgal 17, Rússland 15, Ísrael 12, Lúxemborg 6. Norður-Írland 6, Aserbaijan 5.

G-riðill:

Slóvakía-Bosnía  1-2

1-0 Marek Hamsik (41.), 1-1 Ermin Bicakcic (68.), 1-2 Izek Hajrovic (78.).

Staðan: Bosnía 19, Grikkland 16, Slóvakía 12, Lettland 7, Litháen 5, Liechtenstein 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×