Fótbolti

Aron: Hlökkum til að spila fyrir framan fullan völl

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta verður erfiður leikur en við vitum að Albanir eru líkamlega sterkir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 í gær.

Ísland tekur á móti Albaníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með tíu stig í riðlinum en Albanir eru með sama stigafjölda. Sviss er í efsta sæti riðilsins með 15 stig.

„Þetta verður líklega nokkuð öðruvísi leikur en á móti Sviss en við erum bara spenntur og maður getur ekki beðið eftir því að leika fyrir framan fullan völl.“

„Þetta verður rosalegur baráttu leikur og bæði lið ætla sér án efa þrjú stig í leiknum. Við höfum alltaf sett mikla pressu á okkur og það mun ekkert hætta. Við ætlum okkur sigur í leiknum.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×