Fótbolti

Lars: Það verða kannski breytingar á byrjunarliðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta er gott lið sem við verðum að varast,“ sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins, í samtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 í gær.

Ísland tekur á móti Albaníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er með tíu stig í riðlinum en Albanir eru með sama stigafjölda en íslenska landsliðið á enn raunhæfa möguleika á því að komast á lokamótið í Brasilíu á næsta ári.

„Það er möguleiki á því að það verðir einhverjar breytingar á byrjunarliðinu frá því í leiknum gegn Sviss.“

Ísland gerði jafntefli við Sviss 4-4 ytra á föstudaginn og var varnarleikur liðsins ekki upp á marga fiska í leiknum.

„Það er vissulega möguleiki á því að Gylfi [Sigurðsson] spili á miðjunni, en hann var mjög góður í þeirri stöðu í síðari hálfleiknum gegn Sviss.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Lars hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×