Lífið

Situr fyrir sem Kate Moss

Tyra Banks bregður sér í gervi annarra fyrirsæta fyrir ljósmyndasýningu.
Tyra Banks bregður sér í gervi annarra fyrirsæta fyrir ljósmyndasýningu. Nordicphotos/getty
Ljósmyndasýning með fyrirsætunni Tyru Banks stendur nú yfir í New York. Sýningin ber yfirskriftina Tyra Banks Presents: 15 og inniheldur fimmtán ljósmyndir af Banks í gervi annarra fyrirsæta.

Ljósmyndarinn Udo Spreitzenbarth tók myndirnar og Ty-Ron Mayes stíliseraði þær. Fyrir tökurnar brá Banks sér í líki fyrirsæta á borð við Kate Moss, Cindy Crawford, Cöru Delevingne, Karlie Kloss, Kate Upton, Jerry Hall, Twiggy og Grace Jones, svo fáeinar séu nefndar.

Banks birti nokkrar myndir frá sýningunni á Twitter síðu sinni á laugardag og hafa þær vakið mikla athygli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.