Fatahönnuðurinn Mathew Williamson opnaði nýverið netverslun og vefsíðu sem heitir MW Daily.
Á síðunni má finna mynstraðar flíkur sem hann gerði í samstarfi við Rachel Zoe, Sienna Miller og Arizona Muse.
Þær gerðu allar sínar eigin útgáfu af nýjustu fatalínu Williamson. Miller endurgerði blómaveski og Zoe kápu úr gerviskinni.
Williamson undirbýr sig þessa stundina fyrir tískuvikuna í London, þar sem hann mun sýna vor-og sumarlínu 2014.
Opnar nýja netverslun
